fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fréttir

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 30. desember 2024 17:00

Það er margt sérstakt við Ísland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ferðalögum kemur alltaf eitthvað manni á óvart. Hiti innandyra, skortur á þvottahúsum og verð á áfengi er á meðal þess sem erlendir ferðamenn nefna spurðir um hvað þeir hefðu viljað vita um Ísland áður en þeir komu.

„Hvað er þessi eini hlutur sem þú vildir að einhver hefði sagt þér frá um Ísland sem er ekki algengt að tala um?“ segir erlendur ferðamaður í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. „Mitt svar er hversu heitt það er inni í hverri einustu byggingu, alveg sama hvernig veðrið er úti.“

Eigi þetta sérstaklega við á kaldari dögum á sumrin.

„Í fyrstu skipti mín á Íslandi fór ég úr eftir að vera kominn inn. Núna fer ég úr áður en ég er kominn inn,“ segir ferðamaðurinn. „Ég veit að þetta hljómar eins og smáatriði en þetta skiptir miklu máli upp á þægindi.“

Hitinn

Miklar umræður hafa skapast um færsluna og margir taka undir þetta með hitann í húsum hér á landi.

„Fyrsta daginn sem ég var hér var ég í svitabaði og þurfti að fara úr öllu nema bolnum þegar ég borðaði hádegismat,“ segir einn. „Ég kom frá Skotlandi þar sem var kaldara en í Reykjavík þannig að þetta var sjokk.“

Vatnið

Það er ekki aðeins hitinn í húsum sem fólk nefnir. Heldur líka hitinn í kranavatninu.

„Athugaðu hitann í heitavatnskrananum áður en þú setur alla hendina undir hann, sérstaklega ef þú ert með krakka,“ segir einn. „Þetta á líka við um sturtuna. Það þarf ekkert að hita hana upp.“

Annar tekur undir þetta og segist hafa fengið smávægilegt brunasár á sínum fyrsta degi vegna kranavatns.

Netið

Einn nefnir internetið, það er að segja skort á því á ýmsum stöðum á landsbyggðinni.

„Það er þó nokkuð minni þekja en ég er vanur sem Bandaríkjamaður, sérstaklega á hringveginum,“ segir hann. „Þetta er samt hressandi en maður gæti einnig misst af hlutum þar sem maður býst við vísbendingum af netinu. Ef þú ætlar að stoppa á mörgum stöðum þá skaltu alltaf setja næsta stopp inn í GPS kerfið í bílnum.“

Einnig nefnir hann að ólíkt þjóðgörðum í Bandaríkjunum fá ferðamenn ekki útprentað kort á Íslandi. Því sé alltaf betra að hlaða niður korti á símann áður en haldið er af stað.

Hringvegurinn

Annar nefnir að betra sé að keyra hringveginn í norður frá Reykjavík.

„Keyrðu hringveginn eins og klukku ef þú vilt ekki keyra út við klettasnös mest allan tímann eins og ég gerði,“ segir hann. „Það er sennilega minna stressandi.“

Sjálfsafgreiðslukassarnir

Sumir nefna greiðslur og greiðslulausnir af ýmsum toga. Svo sem að nauðsynlegt sé að hafa greiðslukort með PIN númeri þegar tekið er bensín á landsbyggðinni.

„Sjálfsafgreiðsla í búðum og mikið traust sem ríkir í þjóðfélaginu,“ segir einn sem er augljóslega ekki vanur slíku í heimalandinu.

En vitaskuld kemur verðið upp. Sérstaklega á áfengi.

„Keyptu allt áfengi sem þú ætlar að nota í fríhöfninni þegar þú kemur til landsins,“ segir einn. „Það sparar mikinn pening.“

Þvottahúsaskorturinn

„Engin þvottahús!!“ segir ein kona. „Við höfum komið til Íslands þrisvar sinnum. Venjulega pökkum ég og eiginmaður minn niður í tösku með það í huga að geta þvegið af okkur.“

Nefnir hún að þvottastöðvar á tjaldsvæðum séu mjög misjöfn og það sé mjög dýrt að láta þvo af sér á hótelum.

Lúsmýið

„Lúsmýið,“ segir einn. „Ég vissi ekki hversu mikið væri af þessu, sérstaklega á sumrin.“

Segir hann að á einu tjaldstæðinu sem hann dvaldi á hafi allt verið morandi í lúsmýi. Hann hafi ekkert séð um þetta í ferðabloggum og myndböndunum um Ísland sem hann skoðaði áður en hann kom hingað.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“