fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Lögregla fann gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. desember 2024 11:30

MDMA-kristallar. - Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír karlmann hafa setið í gæsluvarðhaldi stóran hluta af haustinu vegna stórfellds fíkniefnabrots. Málið er rakið til þess að lögreglan fann gífurlegt magn af MDMA-kristöllum í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík í lok september, alls tæplega 3 kg.

Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem viðriðnir eru málið hefur nú verið framlengt til 20. janúar. Gæsluvarðhaldsúrskurðirnir voru birtir á vef Landsréttar í morgun.

Fíkniefnin voru falin í lofti skrifstofuhúsnæðis og skipti lögregla efnunum út fyrir gerviefni. Lögregla kom einnig fyrir upptökubúnaði til að fylgjast með efnunum. Að kvöldi 2. október sást á myndbandsupptöku að hinir þrír kærðu í málinu sóttu fíkniefnin og óku á brott með þau. Lögregla stöðvaði för bílsins og gerði upptæk tæp 3 kg af MDMA kristöllum og 1781 stykki af MDMA töflum.

Gerð var húsleit hjá mönnunum og á heimili eins þeirra fannst umtalsvert magn fíkniefna.

Ákæra hefur nú verið gefin út á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnabrot en þeir verða í gæsluvarðhaldi, sem fyrr segir, til 20. janúar, hið minnsta.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans