fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fréttir

Maciej var brosmildur og hjartahlýr drengur úr Árbænum – Hann lést í hræðilegu umferðarslysi á Ítalíu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 29. desember 2024 22:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólskur drengur, búsettur á Íslandi, sem lét lítið í hörmulegu umferðarslysi á Ítalíu á annan í jólum hét Maciej Andrzej Bieda

Maciej bjó með fjölskyldu sinni í Árbænum og hvar hvers manns hugljúfi. Honum er lýst sem brosmildum dreng með fallegt hjartalag og afar heilbrigðum. Maciej gekk í Árbæjarskóla og var í 5. bekk. Hann æfði knattspyrnu með Fylki. Hann var fæddur 1. júlí árið 2014.

Sjá einnig: Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Fjölskyldan var í fríi og heimsókn hjá ættingjum á Ítalíu þegar hið hræðilega slys varð, þann 26. desember. Í frétt DV af slysinu þann 27. desember segir:

„Verið var að lækka brautarhliðið til þess að hleypa lest fram hjá þegar slysið varð. Ökumaður á Renault bifreið, kona sem er ökukennari og búsett í nágrenninu, kom að. Í stað þess að stöðva gaf hún í til að ná að komast yfir vegamótin áður en hliðið lokaðist alveg.

Hinum megin var fjögurra manna fjölskyldan að ganga yfir götuna. Það er drengurinn ungi sem varð fyrir bílnum, foreldrar hans og 13 ára systir. Að sögn ítalskra miðla eru þau pólsk og búsett á Íslandi en voru í heimsókn hjá ættingjum yfir hátíðirnar.“

Efnt til söfnunar fyrir fjölskylduna

Það er ekki hægt að lýsa þeirri sorg og angist sem lát Maciej litla leiðir yfir eftirlifandi fjölskyldu hans. En auk sorgarinnar og missisins er þetta fjárhagslegur baggi. Fjölskyldan mun ekki komast heim til Íslands á næstunni og ljóst er að mikil útgjöld munu hljótast af þessum hræðilega atburði, m.a. vegna flutnings á líkamsleifum Maciej og útför hans.

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur á nafni móður Maciej, Önnu Alicja Bieda. Reikningsupplýsingar eru eftirfarandi:

kt. 010682-2829  0511-14-011162

Fjölskyldan þakkar fallegar hugsanir og samhug með sér á þessum erfiða tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“