fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Pressan

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost

Pressan
Mánudaginn 30. desember 2024 07:33

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi, hefur beðið hæstarétt landsins um að fresta gildistöku nýrra laga sem beinast að samfélagsmiðlinum TikTok.

Samkvæmt lögunum, sem þingið hefur samþykkt, þá þarf kínverska fyrirtækið ByteDance, sem á TikTok, að vera búið að selja samfélagsmiðilinn í síðasta lagi daginn áður en Trump tekur við völdum, að öðrum kosti verður starfsemi miðilsins bönnuð í Bandaríkjunum.

Lögmenn Trump segja að réttast sé að hæstiréttur fresti gildistöku laganna svo Trump geti fundið pólitíska lausn á málinu.

Lögin voru samþykkt vegna áhyggna bandarískra stjórnmálamanna um að ByteDance láti kínverskum yfirvöldum í té gögn um bandaríska notendur samfélagsmiðilsins.

Á fyrri forsetatíð Trump, reyndi hann að banna TikTok í Bandaríkjunum og vísaði þar í þjóðaröryggi. Hann lagði þá til að bandarískt fyrirtæki myndi kaupa TikTok.

En hann hefur skipt um skoðun en telur að gagnaöryggið verði að vera betra. Í samtali við Bloomberg sagðist hann hlynntur því að TikTok fái að starfa áfram því það sé þörf fyrir samkeppni. „Ef þú ert ekki með TikTok, þá ertu með Facebook eða Instagram og þú veist það er Zuckerberg,“ sagði hann.

Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook en miðillinn er meðal þeirra samfélagsmiðla sem neituðu Trump um aðgang eftir að stuðningsmenn hans réðust á bandaríska þinghúsið í janúar 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist