fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Pressan

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims

Pressan
Mánudaginn 30. desember 2024 06:31

Kóralrifið mikla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertugur maður lést á laugardaginn þegar hákarl réðst á hann þar sem hann var að kafa við Great Barrier Reef, sem er stærsta kóralrif heims, við strönd Ástralíu.

Maðurinn var á fiskveiðum með fjölskyldu sinni þegar hákarlinn réðst á hann og beit í hálsinn að sögn lögreglunnar. Hann hlaut lífshættulega áverka og lést um hálfri annarri klukkustund síðar.

Árásin átti sér stað nærri eyjunni Humpy Island. Hún tilheyrir þjóðgarðinum við Great Barrier Reef og er vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja kafa, snorkla eða veiða.

Ekki er vitað hvaða tegund af hákarli réðst á manninn.

Frá 1791 hafa rúmlega 1.200 árásir hákarla á fólk verið skráðar í Ástralíu. Rúmlega 250 manns létust í þessum árásum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist