fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Pressan

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Pressan
Mánudaginn 30. desember 2024 04:25

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin brasilíska Zeli Terezhina Silva dos Anjos bauð fjölskyldu sinni til veislu á Þorláksmessu og bauð meðal annars upp á jólaköku. En það sem ættingjarnir vissu ekki, var að Anjos hafði sett arsen, sem er eitraður málmur, í kökuna.

Þrjár konur voru lagðar inn á sjúkrahús skömmu eftir að þær borðuðu kökuna. Voru þær allar í lífshættu. Læknum tókst ekki að bjarga lífi þeirra og létust þær á aðfangadagskvöld að sögn The Mirror.

Þrír aðrir fjölskyldumeðlimir veiktust einnig eftir að hafa borðað kökuna, þar á meðal 10 ára drengur, og Anjos sjálf. Er hún sögð hafa borðað tvær sneiðar af kökunni áður en hún var flutt á sjúkrahús.

Lögreglan telur fullvíst að Anjos hafi sett eitur í kökuna og hefur ákveðið að grafa lík eiginmanns hennar upp og rannsaka það í von um að geta skorið úr um dánarorsök hans. Hann lést í september og var talið að hann hefði látist af völdum matareitrunar.

Það kann að virðast undarlegt í okkar augum að Anjos er ekki í haldi vegna málsins þótt hún sé grunuð um að hafa banað ættingjum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist