fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Pressan

Óhugnaðurinn í Magdeburg – Er hann í raun læknir?

Pressan
Mánudaginn 30. desember 2024 09:00

Slasaður maður fluttur um borð í sjúkrabíl eftir árásina í Magdeburg - Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar vangaveltur eru uppi um manninn sem ók bifreið inn í mannhafið á jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi skömmu fyrir jól. Hann varð fimm að bana og um 200 manns slösuðust.

Lögreglan og fjölmiðlar hafa kafað ofan í fortíð árásarmannsins, sem er frá Sádí-Arabíu, og eitt og annað hefur komið upp á yfirborðið. Bild segir að nú virðist sem hann sé ekki menntaður læknir en skýrt var frá því að hann væri það skömmu eftir að hann var handtekinn.

Hann starfaði sem sálfræðingur og deildarlæknir í Bernburg-fangelsinu. Sjúklingar þar höfðu kvartað undan honum því hann kunni að sögn ekki að sprauta fólk, ávísaði röngum lyfjum og kom ítrekað með rangar sjúkdómsgreiningar.

Bild segist hafa heimildir fyrir að vísbendingar séu um að maðurinn hafi hugsanlega ekki lokið læknisnámi. Fram kemur að honum hafi verið bannað að veita sjúklingum meðferð á læknastofu í Bern og síðar í Salus. Var það gert í kjölfar þess að hann ávísaði röngum lyfjum.

Heimildarmaður Bild sagði að athugulir hjúkrunarfræðingar hafi tekið eftir þessu og hafi getað komið í veg fyrir að sjúklingar tækju röng lyf.

Lögreglan segir að nú sé verið að skoða hvort maðurinn verði einnig kærður fyrir svik, skjalafals og tilraunir til að valda fólki líkamstjóni.

Maðurinn er fimmtugur. Hann hefur búið og starfað í Þýskalandi síðan 2006.

Frankfurter Rundschau segir að hann hafi árum saman birt gagnrýni á Íslamstrú á samfélagsmiðlinum X og hafi orðið sífellt virkari og öfgasinnaðri eftir því sem árin liðu.

Í færslum sínum hefur hann meðal annars skrifað að Þýskaland vilji „Íslamsvæða“ Evrópu og þýsk yfirvöld ofsæki sádi-arabíska hælisleitendur innanlands og utan til að eyðileggja líf þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist