fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fréttir

Ólafur sendir Björgvin Njál ískalda kveðju – Skattgreiðendur geti hugsað hlýlega til hans þegar greitt er

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. desember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þór Ólafsson, fyrrum oddviti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, sendir Björvin Njáli Ingólfssyni ískaldar kveðjur í grein sem birtist á Vísi.. Ástæðan er sú að Björgvin Njáll  kvartaði til Innviðaráðuneytisins vegna þess að hann þurfti að greiða 35 þúsund krónur fyrir árskort í sund í Grímsnes- og Grafningshreppi á meðan íbúar sveitarfélagsins fengu kortið á 10.500 krónur.

Álit ráðuneytisins var á þá leið að í þessu fælist mismununn á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu og væri því óheimilt.

Ólafur er augljóslega ekki sammála þessari niðurstöðu og hugsar Björgvin Njál þegjandi þörfina. Segir hann þetta álit vera til grundvallar þeirri ákvörðun Reykjanesbæjar að byrja að rukka aðgangseyri í sundlaugar bæjarfélagsins í byrjun næsta árs. Bendir Ólafur á að útsvarsgreiðendur sveitarfélaganna séu þegar búnir að borga fyrir rekstur sundlauganna með skattgreiðslum sínum og því ekki óeðlilegt að þeim bjóðist betri kjör.

„Flestar sundlaugar landsins eru reknar af sveitarfélögunum sjálfum og er sá rekstur að stærstum hluta fjármagnaður með þeim sköttum sem íbúar í nærsamfélaginu greiða. Á árinu 2023 kostaði rekstur íþróttamiðstöðva og sundlauga sveitarfélögin á Íslandi samtals um 30 milljarða króna en upp í þann kostnað komu tekjur upp á rétt rúmlega 10 milljarða, en inn í þeirri tölu eru reyndar líka eigin afnot sveitarfélaganna sjálfra svo sem þegar mannvirkin eru nýtt fyrir skólastarfsemi. Það er því ekki óvarlegt að álykta að sveitarfélögin fjármagni að minnsta kosti 70% af reksti sundlauga með þeim sköttum sem þau inneimta af íbúum sínum og fyrirtækjum. Það má því segja að fólk sé að mestu búið að borga fyrir aðgang sundlauginni í sínu nærumhverfi með sköttunum sínum,“ skrifar Ólafur.

Segir hann rikið nú búið að taka af allan vafa um að þessum „ósóma“ verði hætt og ljóst er að Ólafur telur Björgvin Njál eiga þar sök að máli.

„Nú er ríkið hins vegar búið að taka af allan vafa um það að þessum ósóma skuli hætt. Það samræmist ekki jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslunnar að fólk njóti þeirra gæða sem það fjármagnar með sköttunum sínum umfram það fólk sem borgar sína skatta annars staðar. Þegar við tökum upp veskið í afgreiðslu hverfissundlaugarinnar okkar getum við því hugsað hlýlega til Björgvins Njáls sem með frumkvæði sínu hefur tryggt að heimafólk þarf nú að greiða það sama fyrir sundkortið og hann, alls staðar á landinu. Það eru menn eins og hann sem gera Ísland að betra samfélagi, eða þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri

Morðin í Neskaupstað – Alfreð Erling murkaði lífið úr hjónunum með hamri
Fréttir
Í gær

Ekki gefið upp hvort maðurinn sem féll í sjóinn er í lífshættu eða ekki

Ekki gefið upp hvort maðurinn sem féll í sjóinn er í lífshættu eða ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lavrov hótar Dönum að hervaldi kunni að verða beitt gegn þeim

Lavrov hótar Dönum að hervaldi kunni að verða beitt gegn þeim