fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Fókus

Þetta halda Íslendingar að verði í Skaupinu í ár

Fókus
Sunnudaginn 29. desember 2024 11:30

Sex af sjö höfundum áramótaskaupsins í ár, þau Sveinn Ólafur, Hugleikur, Ólafur, María, Friðgeir og Katla Margrét, talið frá vinstri. Á myndina vantar Salvöru Gullbrá sem var önnum kafin við skrif á öðrum vettvangi. Mynd: Ragnar Visage

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt öruggt þegar kemur að áramótunum á Íslandi nema að nýtt ár tekur við, flugeldum verður skotið á loft í miklu magni og nánast allir Íslendingar, a.m.k. þeir sem eru staddir á landinu, horfa á Áramótaskaup RÚV. Nú þegar áramótin eru svo skammt undan er óhætt að segja að farið sé að bera á hugleiðingum meðal þjóðarinnar um hvað af því sem einkenndi árið 2024 verði líklega tekið fyrir í Skaupinu og hugmyndirnar eru nánast óþrjótandi.

Rætt er um málið á Reddit og tillögurnar um líkleg umfjöllunarefni í Skaupinu eru nánast jafn margar og svörin:

„Gaurinn sem vaknaði við hliðina á skvísu í tjaldi á Þjóðhátíð með 500 missed calls og Landhelgisgæsluþyrlan að leita að honum.“

Aðrir telja líklegt að eitthvað verði fjallað um þær kosningar sem fram fóru á árinu og öll þau eldgos sem dundu yfir.

Einnig er talið líklegt að þekktir menn sem komu við sögu lögreglu á árinu muni koma fyrir í Skaupinu:

„Kourani og Quang Le örugglega.“

„Quang Le er efni í einn besta áramótascetch fyrr og síðar.“

Einn svarandi telur næsta öruggt hvað muni koma fyrir í Skaupinu:

„Ég ætla að segja það nákvæmlega sama og ég sagði í fyrra. Það kemur atriði þar sem kona verður alveg ofboðslega reið og byrjar að öskra.“

Bjarni og dramað

Einhverjir telja óhjákvæmilegt að Skaupið fjalli eitthvað um Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins sem settist í stól forsætisráðherra á árinu og yfirgaf hann áður en árið var úti:

„BB að syngja ‘Til hamingju Ísland’ þegar hann varð bara samt forsætisráðherra.

BB í unglingadrama að rage-dumpa VG eftir að VG hættu með honum og grenja svo úr sér augun að fá ekki að halda áramótaræðuna sem forsætisráðherra (annað skiptið í röð)

Þetta er það sem kemur til mín í mómentinu, en það er meira þarna.“

Rán og flótti

Einn svarandi telur líklegt að frægustu rán ársins muni koma við sögu:

„Ránið á Diego, mögulega blandað saman við ránið í Hamraborg.“

Sami aðili auk tveggja annarra telja líklegt að forsetaframboð Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur athafnakonu verði handritshöfundum Skaupsins að yrkisefni.

Annar svarandi varpar fram hugmynd að opnunaratriði:

„Opnunaratriðið er örugglega eitthvað um alla Grindvíkinga að flýja en svo er eitthvað tvist að þeir eru ekki að flýja gosið heldur eitthvern pólítíkus eða eitthvað sniðugt reference.“

Aðrir telja þó líklegast að teknir verði fyrir hversdagslegri hlutir sem fari í taugarnar á mörgum eins og t.d. bílastæðaöpp og heimsendingar.

Síðan kemur það í ljós á gamlárskvöld hvað af þessu verður dregið sundur og saman í háði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þau eignuðust börn árið 2024

Þau eignuðust börn árið 2024