Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Dele Alli er líklega búinn að finna sér nýtt heimili sem er á Ítalíu.
Um er að ræða ítalska félagið Como en það er undir stjórn Cesc Fabregas, fyrrum leikmanns Arsenal og Chelsea.
Alli er nú byrjaður að æfa með félagi á nýjan leik en hann þarf hins vegar að æfa einn með Como.
Þessi 28 ára gamli miðjumaður fær ekki að æfa með aðalliði félagsins eins og er en það gæti breyst á næstunni.
Um er að ræða fyrrum undrabarn sem er í raun á reynslu hjá Como sem spilar í efstu deild, Serie A.