Faðir Luis Diaz, leikmmanns Liverpool, hefur verið fluttur á spítala í Kólumbíu en frá þessu greinir Daily Mail sem og aðrir miðlar.
Maðurinn ber nafnið Luis Manuel Diaz og er 58 ára gamall en hann ku hafa fundið fyrir verk í brjósti nú fyrir helgi.
Að svo stöddu er staða Diaz stöðug en blaðamaðurinn Hamilton Daa ræddi við Mail og staðfesti að hann væri nú á gjördeild þar í landi.
Leikmaðurinn Diaz er einn allra mikilvægasti leikmaður Liverpool og hefur spilað virkilega vel í vetur – liðið er á toppnum með sex stiga forskot.
Það eru aðeins 13 mánuðir síðan föðurnum var rænt af glæpamönnum í heimalandinu en hann komst að lokum heim til sín heill heilsu.
Faðirinn þarf mögulega að gangast undir aðgerð vegna hjartavandamála en það mun koma í ljós á næstu dögum.