fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Carlsen brjálaður og hætti í heimsmeistaramótinu í New York eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 28. desember 2024 00:55

Magnus Carlsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnus Carlsen, sterkasti skákmaður heims, var vísað úr heimsmeistaramótinu í atskák sem nú fer fram í New York í Bandaríkjunum. Ástæðan var sú að Norðmaðurinn mætti til leiks í gallabuxum sem er andstætt reglum FIDE – alþjóða skáksambandsins, um klæðaburð.

Dramatíkin blossaði upp á öðrum keppnisdegi mótsins en á þeim fyrsta mætti Carlsen til leiks í klæðnaði sem var í takt við áðurnefndar reglur, jakka, skyrtu og sparilegar buxur. Carlsen gekk hins vegar afleitlega á fyrsta degi mótsins og var aðeins í 83. sæti með 2,5 vinninga af 5 mögulegum. Hann mætti því í uppreisnarham á öðrum keppnisdegi, íklæddur gallabuxum, og fékk umsvifalaust 200 evru sekt frá mótshöldurum sem og tilmæli um að skipta um buxur innan tveggja umferða. Það gerði Norðmaðurinn hins vegar ekki og ákvað þá að hætta í mótinu.

Í viðtali skömmu eftir brottvísunina var Carlsen allt annað en sáttur og sagði að alþjóða skáksambandið gæti einfaldlega farið til fjandans. Hann ætlaði einfaldlega að fara á einhvern stað þar sem væri betra veður en í New York-borg og boðaði þar með hann myndi ekki heldur mæta til leiks á heimsmeistaramótið í hraðskák sem hefst strax eftir að atskáksmótinu lýkur.*

Carlsen á titil að verja í báðum mótunum og því er um risastór tíðindi að ræða í alþjóðlega skáksamfélaginu.

Carlsen í gallabuxunum umdeildu skömmu fyrir brottvísunina

 

Talsverður núningur hefur verið milli Carlsen og FIDE hin síðari ár en Norðmaðurinn hefur ekki verið ánægður með ýmsar ákvarðanir sambandsins. Carlsen hefur ekki farið leynt með þá staðreynd að Rússar hafi mikil ítök í FIDE en forseti sambandsins er rússneski stjórnmálamaðurinn Arkady Dvorkovich.

Carlsen hefur verið að feta aðra braut en FIDE til að mynda með áherslu sinni á hraðskákir og taflmennsku á netinu. Til að mynda stendur Carlsen, ásamt öðrum, fyrir risavaxinni mótaröð sem nefnist Freestyle og þar hafa öflugustu skákmenn heims skráð sig til leiks. Í áðurnefndu viðtali eftir mótið sagði Magnus að þolinmæði hans varðandi FIDE væri lítil því sambandið hefði hótað mörgum af sterkustu skákmönnum heims um að þátttaka þeirra í mótaröðinni myndi hafa afleiðingar fyrir þá. Nú telja margir að þessi nýjasta uppákoma geti hreinlega orðið til þess að Carlsen segi fullkomlega skilið við FIDE og tefli ekki aftur á viðburðum sambandsins.

Ísland á einn fulltrúa á mótunum tveimur, stórmeistarann Helga Áss Grétarsson. Helgi átti afleitan fyrsta dag í mótinu en var þó bara tveimur vinningum á eftir Carlsen eftir fyrstu fimm umferðirnar – eitthvað sem hann hefði sennilega talið fínt fyrir mót. Borgarfulltrúinn gamalreyndi komst hins vegar á skrið á degi tvö og er með 3 vinninga af 9 mögulegum fyrir lokadaginn. Góður endasprettur gæti vel bjargað strembnu móti.

Hér má sjá myndband af viðtali við hundfúlan Carlsen:

*Atskákir eru skákir sem eru yfirleitt með 15-30 mínútna umhugsunartíma fyrir hvern keppenda en hraðskákir eru yfirleitt með 3-5 mínútna umhugsunartíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin