fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fréttir

Þorbjörg Sigríður um mál Helga vararíkissaksóknara – „Svona getur þetta auðvitað ekki gengið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. desember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmannakrísa í efstu lögum embættis ríkissaksóknara bíður úrlausnar nýs dómsmálaráðherra, Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur.

Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari láti af störfum. Hefur hún neitað honum um aðgang að verkefnum eftir að hann sneri til baka úr veikindaleyfi fyrir skömmu. Síðasta sumar sendi hún erindi á þáverandi dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þar sem hún bað ráðherra um að leysa Helga frá störfum vegna umdeildra skrifa hans um hælisleitendur. Það var ákvörðun ráðherra þá að Helgi ætti að halda embætti sínu. Taldi hún skrif hans engu að síður vera ámælisverð.

Þrátt fyrir ákvörðun fráfarandi dómsmálaráðherra heldur Sigríður fast við þá kröfu sína að Helgi hverfi úr embætti. Á þeirri afstöðu furðar Helgi sig eins og kom fram í viðtali hans við DV skömmu fyrir jól.

Sjá einnig: Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

„Sigríður Friðjónsdóttir getur hvorki skipað mig til starfa né leyst mig frá störfum né hefur eitt né neitt með mína stöðuveitingu að gera. Það er í höndum í ráðherra,“ sagði Helgi. Hann benti á að úrskurður fráfarandi dómsmálaráðherra, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, í hans máli, sé „endanlegur úrskurður þar til bærs aðila um þessi sjónarmið sem hún er að fjalla um núna og henni finnst að gildi eitthvað annað um. Hún hefur ekki umboð til að taka slíkar ákvarðanir og hennar skoðun skiptir í rauninni engu máli, það er ráðherra sem á að ákveða það og hún hefur ákveðið að ég sé bær til að gegna mínu starfi og eigi að gera það áfram. Hún brást við ósk Sigríðar um að leysa mig frá störfum og hafnaði því bara. Það er ekki spurning um hvort Sigríði Friðjónsdóttur líki það eða ekki, það er ekki hluti af þessari meðferð.“

Í tilkynningu sem Sigríður birti um málið sagði hún að Helgi hefði rýrt svo traust sem honum væri embættis síns vegna nauðsynlegt að njóta, að hann uppfyllti ekki lengur hæfisskilyrði sem vararíkissaksóknari.

Þorbjörg ætlar að bregðast við

„Fyrir hagsmuni almennings þá er auðvitað stóra málið að réttarkerfið njóti trausts og réttarkerfið varðveiti trúverðugleika sinn. Ákværuvaldið er auðvitað lykilbreyta innan réttarkerfisins,“ segir nýskipaður dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, í viðtali við RÚV.

„Ég hef óskað eftir gögnum málsins, þekki það ekki af öðru en því sem hefur verið rekið í fjölmiðlum en hef sagt, og stend við það, að svona getur þetta auðvitað ekki gengið, að þetta sé staðan í embætti sem á að njóta virðingar og trausts almennings og er að skoða það hvort og hvað ég geti gert í því,“ segir Þorgbjörg enn fremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna