fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
433Sport

Umdeild heilsíða í Morgunblaðinu upphafið að endinum? – „Þá átti hann engan séns“

433
Laugardaginn 28. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið var gert upp í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Þá mættu Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson í settið til Helga Fannars og Harðar Snævars.

Það var rætt um KR í þættinum, en liðið olli miklum vonbrigðum í Bestu deild karla í sumar þrátt fyrir að hafa aðeins rétt úr kútnum í restina. Lokaniðurstaðan var 8. sæti, 2. sætið í neðri hlutanum, og var liðið í fallbaráttu lengi vel.

video
play-sharp-fill

„Gríðarleg vonbrigði, þó þeir hafi endað tímabilið vel. Enda er búið að umturna öllu í Vesturbænum. Menn eru að koma inn með hundruðir milljóna í nýja leikmenn, þeir eru komnir með þjálfarann sem þeir voru að bíða eftir lengi. Svo mætir hann og þá kemur gervigras. Ég hef sjaldan verið jafnspenntur fyrir neinu og KR næsta tímabil,“ sagði Ríkharð í þættinum, en Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við á síðasta tímabili og bantaði gengið töluvert undir hans stjórn.

Gregg Ryder hóf tímabilið með liðið var það í frjálsu falli þar til hann var loks látinn fara. Hann vann þó fyrstu tvo leiki sína í Bestu deildinni og rifjar Ríkharð upp þegar stuðningsmenn KR keyptu heilsíðu í Morgunblaðinu í kjölfarið. Voru aðrir stuðningsmenn Vesturbæjarliðsins þar hvattir til að mæta á leiki karlaliðsins.

„Hann byrjar á tveimur sigrum og svo ákveða stuðningsmenn að setja einhverja heilsíðu í Moggann um að KR væri eina stórveldið. Svo um leið og það fór að halla undan fæti þá átti hann engan séns,“ sagði Ríkharð.

Auglýsinguna sem um ræðir má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rifja upp áfallið á Hlíðarenda – Sögusagnir um sláandi mun á eyðslu í samanburði við andstæðinginn

Rifja upp áfallið á Hlíðarenda – Sögusagnir um sláandi mun á eyðslu í samanburði við andstæðinginn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Real sagt ætla að tryggja sér Trent á næstu vikum

Real sagt ætla að tryggja sér Trent á næstu vikum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United vill bakvörð PSG – Sagður vilja komast burt sem fyrst

United vill bakvörð PSG – Sagður vilja komast burt sem fyrst
433Sport
Í gær

Segist ekki vera þjálfari en gæti keypt knattspyrnufélag

Segist ekki vera þjálfari en gæti keypt knattspyrnufélag
433Sport
Í gær

Manchester City að missa annan efnilegan leikmann?

Manchester City að missa annan efnilegan leikmann?
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Hákon gríðarlega vinsæll á vinnustaðnum

Sjáðu myndbandið: Hákon gríðarlega vinsæll á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Rekinn eftir aðeins þrjá mánuði í starfi

Rekinn eftir aðeins þrjá mánuði í starfi
433Sport
Í gær

Faðmlag Amorim vakti athygli eftir tapið – Sjáðu myndina

Faðmlag Amorim vakti athygli eftir tapið – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Missti hausinn algjörlega eftir atvikið umtalaða í gær – Sjáðu hvað gerðist

Missti hausinn algjörlega eftir atvikið umtalaða í gær – Sjáðu hvað gerðist
Hide picture