fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 27. desember 2024 12:59

Ellý Ármanns spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan Ellý Ármannsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Um er að ræða sérstakan áramótaþátt þar sem Ellý spáir fyrir mörgum þekktum andlitum sem voru til umræðu á nýliðinu ári. Meðal þeirra sem hún spáði fyrir var fyrrverandi forsætisráðherrann og fyrrverandi formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir.

Ellý spáir fyrir Katrínu í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

„Hún er undir heillastjörnu og það gengur allt vel hjá henni. Og hún á eftir að hugsa þetta á alheimsvísu, sem hún er að gera. Og  henni gengur vel, hún er vel tengd og fólk leitar til hennar. Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima, ekki veit ég hvert hennar hlutverk er en hún er hokin af reynslu þessi kona. Og við þökkum henni fyrir allt sem hún hefur gert,“ segir Ellý og bætir við að hún sjái einhvern fögnuð.

„Það eru mikil fagnaðarlæti. Það er verið að óska henni til hamingju, fjölskylda hennar kemur saman, ekki veit ég fyrir hvað er verið að óska henni til hamingju, þetta er eitthvað… nýtt líf eða eitthvað, það er eitthvað þarna í kringum hana. Fjölskyldan kemur saman og fagnar með henni.“

Ellý sér bjarta tíma fram undan hjá Katrínu.

„Hún fer áfram án þess að taka þessar byrgðar fortíðar með sér, og það er ekki öllum gefið. Hún er ekki þessi bitri reiði fyrrum ráðherra, eitthvað að velta sér upp úr því sem einhver sagði eða gerði eða stóð ekki með henni, hún er ekki þar. Þess vegna getur hún farið áfram og fær eitthvað nýtt til sín.

Hún er að fara að hitta leiðtoga heims og á eftir að vera í forsvari fyrir okkur, ekki veit ég hvar hún er en þetta á allt eftir að blómstra hjá henni, hún vökvar garðinn sinn.“

Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.

Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.

Ellý spáði líka fyrir:

Valkyrjustjórninni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum
Hide picture