fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025
433Sport

Víkingur fær hvorki að spila á Íslandi né í Færeyjum – Kaupmannahöfn kemur til greina

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. desember 2024 12:35

Úr leik Víkings og Noah í Sambandsdeildinni. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur fær ekki að spila hér á landi í útsláttarkeppni Sambansdeildarinnar og nú er komið í ljós að liðið fær ekki heldur að spila hjá nágrönnum okkar í Færeyjum, eins og mikið hefur verið rætt um.

Þetta staðfesti Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, við Fótbolta.net. Víkingur fær ekki undanþágu til að spila á Kópavogsvelli eins og í deildarkeppninni fyrir áramót, þar sem liðið tryggði sér áframhaldandi þátttöku í keppninni.

Ástæðan þess að UEFA gefur heldur ekki grænt ljós á að spila í Færeyjyum er sú að samgöngur til landsins eru ótraustar og falla reglulega niður vegna þoku.

Fyrsti kostur Víkings er að spila leikinn í Skandinavíu og kemur Kaupmannahafnarsvæðið þar til að mynda til greina.

Víkingur mætir gríska liðinu Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambansdeildarinnar. Fyrri leikurinn er heimaleikur Víkings, hvar svo sem hann verður spilaður, og sá seinni fer fram í Grikklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ sektar Víking um 60 þúsund krónur

KSÍ sektar Víking um 60 þúsund krónur
Sport
Fyrir 11 klukkutímum

„Ég vil ekki sitja hérna og reyna að draga úr þessu, þjóðin má vera eins og hún vill“

„Ég vil ekki sitja hérna og reyna að draga úr þessu, þjóðin má vera eins og hún vill“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill skipta um vinnuveitendur í þessum mánuði

Vill skipta um vinnuveitendur í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kalla hann til baka úr láni

Kalla hann til baka úr láni
433Sport
Í gær

Enn eitt félagið orðað við Rashford

Enn eitt félagið orðað við Rashford
433Sport
Í gær

Þorðu ekki að taka sénsinn á Van Dijk – Gerði mistök því honum leiddist

Þorðu ekki að taka sénsinn á Van Dijk – Gerði mistök því honum leiddist