fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
433Sport

Einn leikmaður United fær það óþvegið eftir gærdaginn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 27. desember 2024 08:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United hjóluðu í markvörðinn Andre Onana eftir tap gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Wolves vann 2-0 sigur, en United var manni færra nær allan seinni hálfleikinn eftir að fyrirliðinn Bruno Fernandes fékk að líta rauða spjaldið.

Það var Matheus Cunha sem kom Wolves yfir með marki beint úr hornspyrnu, en þetta er annað slíka markið sem United var að fá á sig á um viku.

Það var þó Altay Bayindir sem stóð í rammanum er Tottenham skoraði beint úr hornspyrnu gegn United í deildabikarnum á dögunum.

„Ég á ekki til orð yfir Onana,“ skrifaði einn stuðningsmaður United. „Ömurlegt,“ skrifaði annar og fjöldinn allur tók undir.

United hefur fengið á sig tíu mörk úr föstum leikatriðum á leiktíðinni og átta þeirra hafa verið undir stjórn Ruben Amorim, sem tók við sem stjóri af Erik ten Hag og hefur verið með liðið í sjö leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Smellti þessari mynd í andlitið á Frey á fyrsta blaðamannafundinum – „Burt með þessa mynd!“

Smellti þessari mynd í andlitið á Frey á fyrsta blaðamannafundinum – „Burt með þessa mynd!“
Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Veðbankarnir hafa talað – Hér detta Strákarnir okkar úr leik

Veðbankarnir hafa talað – Hér detta Strákarnir okkar úr leik
Sport
Í gær

Óli Stef fór mikinn: Segist tryllast þegar hann sér þetta – „Verið með þetta á fokking hreinu“

Óli Stef fór mikinn: Segist tryllast þegar hann sér þetta – „Verið með þetta á fokking hreinu“
433Sport
Í gær

Sjáðu fyrsta viðtal Freys í Noregi – „Borg sem brennur fyrir Brann“

Sjáðu fyrsta viðtal Freys í Noregi – „Borg sem brennur fyrir Brann“
433Sport
Í gær

Staðfestir að Manchester United lendi ekki í vandræðum

Staðfestir að Manchester United lendi ekki í vandræðum
433Sport
Í gær

Dortmund búið að samþykkja tilboð

Dortmund búið að samþykkja tilboð