fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2024 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður kalt í veðri þegar nýtt ár gengur í garð og er útlit fyrir að frostið á höfuðborgarsvæðinu fari í tveggja stafa tölu á gamlárskvöld.

Í dag má gera ráð fyrir suðvestan 10 til 18 metrum á sekúndu og slydduéljum eða skúrum sunnan- og vestantil framan af morgni. Á norðaustanverðu landinu verður aftur á móti úrkomulítið.

Um helgina fer veður svo kólnandi og á sunnudag, 29. desember, er gert ráð fyrir 5 til 20 stiga frosti á landinu þar sem kaldast verður inn til landsins. Það verður bjart á suðurhelmingi landsins og hægur vindur.

Á mánudag verður austlæg átt og snjókoma með köflum en norðlægari og dálítil ég norðaustanlands, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Talsvert frost verður áfram um allt land. Og um gamlársdag og nýársdag segir í spá Veðurstofunnar:

„Fremur hæg norðlæg og dálítil él á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt bjartviðri. Áfram kalt í veðri.“

Samkvæmt spákorti Veðurstofunnar klukkan 12 á miðnætti á gamlárskvöld má gera ráð fyrir 14 stiga frosti á höfuðborgarsvæðinu, 12 stiga frosti á Akureyri og 9 stiga frosti á Egilsstöðum. Nýja árið heilsar einnig með talsverðu frosti og þannig má gera ráð fyrir 12 stiga frosti í hádeginu á nýársdag á höfuðborgarsvæðinu og 8 stiga frosti norðan heiða.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og víða dálítil él. Gengur í norðan 10-15 með snjókomu eða éljagangi uppúr hádegi, fyrst norðvestantil, en rofar til sunnan heiða. Frost 1 til 10 stig, minnst við sjávarsíðuna.

Á sunnudag:
Norðlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en 8-15 m/s og él norðaustanlands fram á kvöld. Frost 5 til 20 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag:
Austlæg átt snjókoma með köflum, en norðlægari og dálítil él norðaustanlands. Talsvert frost um allt land.

Á þriðjudag (gamlársdagur) og miðvikudag (nýársdagur):
Fremur hæg norðlæg og dálítil él á Norður- og Ausutrlandi, en annars yfirleitt bjartviðri. Áfram kalt í veðri.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir hæga vinda, bjartviðri og hörkufrost.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meirihlutaslitin vekja furðu – „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt“

Meirihlutaslitin vekja furðu – „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt“
Fréttir
Í gær

Einar slítur borgarstjórnarsamstarfinu

Einar slítur borgarstjórnarsamstarfinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum