Lögregla fékk tilkynningu um einstakling í miðbænum sem var ógnandi, búinn að kasta skó í annan aðila og hugsanlega með hníf. Lögregla handtók manninn og flutti hann á lögreglustöð. Engin hnífur reyndist vera á vettvangi en maðurinn var mjög æstur og mjög ölvaður. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins.
Lögreglu var svo tilkynnt um mjög ölvaðan einstakling sem lá í blómabeði. Sökum ölvunarástands var maðurinn vistaður í fangaklefa þangað til það rennur af honum.
Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, var tilkynnt um eignaspjöll á hraðbanka. Þegar upptökur voru skoðaðar kom í ljós að reynt hefði verið að ræna hraðbankanum en án árangurs.
Og í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, var tilkynnt um tvo einstaklinga að rífast á samkomustað og dró annar þeirra upp hníf. Starfsfólk kallaði því eftir lögreglu en þegar hún kom á staðinn voru allir orðnir rólegir. Að sögn lögreglu verður sá með hnífinn kærður fyrir brot á vopnalögum.