fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

Söngvar Satans aftur í bókabúðir í Indlandi eftir 36 ára bann

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 28. desember 2024 20:30

Rushdie missti auga eftir árás í Bandaríkjunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indversk stjórnvöld hafa aflétt banni á bókina Söngva Satans eftir rithöfundinn Salman Rushdie. Rushdie þurfti að búa í felum vegna þess að heittrúaðir múslimar hótuðu að ráða hann af dögum eftir útgáfu bókarinnar.

Breski miðillinn The Guardian greinir frá þessu.

Bók Rushdie, sem er Indverji, kom út árið 1988. Innblásturinn af henni var líf Múhameðs spámanns. Eftir útgáfuna setti leiðtogi klerkastjórnarinnar í Íran, Ayatollah Khomeini, fé til höfuðs Rushdie. Bókin var bönnuð í Indlandi eftir mikil mótmæli í landinu. En um 14 prósent landsmanna eru múslimar, eða um 200 milljónir.

Ráðist var á Rushdie í New York fylki í Bandaríkjunum árið 2022 og hann stunginn. Missti hann auga eftir árásina. En á þeim tíma hafði Rushdie hætt að lifa í felum.

Ástæðan fyrir því að Söngvar Satans er komin í hillurnar í Indlandi á ný er ekki aukin ást stjórnvalda á málfrelsi. Heldur snýst málið um skriffinsku. En upprunalega skipunin frá árinu 1988, í stjórnartíð Rajiv Gandhi, finnst ekki.

„Við getum ekki ályktað annað en að þessi skipun sé ekki til,“ segir í úrskurði dómstóls í Delhi, höfuðborgar Indlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Í gær

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni
Fréttir
Í gær

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“