Manchester United fær áhugavert verkefni í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætir Wolves.
Um er að ræða leik á útivelli en bæði lið hafa verið í töluverðu basli í undanförnum leikjum.
United hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum en eftir mörg töp í röð tókst Wolves að vinna lið Leicester 0-3 í síðustu umferð.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Wolves: Sá, Semedo, Bueno, Gomes, Doherty, Gomes, André, Aït-Nouri, Cunha, Guedes, Larsen
Man Utd: Onana, Yoro, Maguire, Martinez, Mazraoui, Ugarte, Mainoo, Dalot, Amad, Fernandes (c), Hojlund