fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Pressan

Þetta er besti maturinn þegar timburmenn herja á

Pressan
Sunnudaginn 29. desember 2024 17:30

Timburmenn eru hvimleiðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að takast á við timburmenn eftir gleði næturinnar en rétta máltíðin getur gert kraftaverk.

Þegar timburmenn herja, þá glímir líkaminn við vökvaskort og það er oft eins og smiður sé að störfum í höfðinu. Þá er mikilvægt að koma jafnvægi á vökvann að nýju, fylla líkamann af næringarefnum og láta magann fá eitthvað sem hann ræður við.

Hér er listi yfir það besta sem þú getur látið ofan í þig þegar timburmenn herja á þig:

Bananar – áfengi getur þurrkað líkamann og skolað út efnum á borð við kalíum. Kalíumskortur getur valdið þreytu og krömpum. Þá koma bananar sterkir inn því þeir eru auðmeltir og innihalda kalíum sem hjálpar til við að koma aftur á jafnvægi í líkamanum.

Ristað brauð með eggi – þessi einfalda samsetning er mild fyrir magann og virkar mjög vel. Brauðið færir þér kolvetni, sem hækka blóðsykurmagnið, en eggin innihalda amínósýru sem hjálpar lifrinni að brjóta niður eiturefni úr áfenginu.

Matarteningur – getur gert góða hluti fyrir timburmennina. Líkaminn þarf vökva og salt og því er upplagt að leysa matartening upp í vatni og drekka.

Lárpera – getur einnig gert góða hluti. Hún inniheldur holl fituefni og kalíum. Þetta færir þér snöggt orkuskot og hjálpar til við að koma jafnvægi á magann. Þess utan er ristað brauð með lárperu ljúffengt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu