fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2024 04:33

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er erfitt fyrir efnahagslífið að standa í stríðsrekstri og því fá Rússar að kenna á þessa dagana. Verðbólgan virðist vera orðin stjórnlaus og í október neyddist seðlabanki landsins til að hækka stýrivextina úr 19 í 21%. Hafa þeir ekki verið hærri síðan 2003. Sérfræðingur telur að Rússar séu nú á barmi efnahagshruns.

Þrátt fyrir að stýrivextirnir séu í hæstu hæðum, þá hefur ekki tekist á ná stjórn á verðbólgunni og því gæti seðlabankastjórinn, Elvira Nabiullina, neyðst til að hækka þá enn frekar.

Nabiullina hefur nú þegar sætt harðri gagnrýni frá mörgum embættismönnum og olígörkum sem telja að vaxtahækkunarferlið sé til þess fallið að eyðileggja viðskiptalífið í landinu. Ástæðan er auðvitað að hærri vextir þýða hærri fjármagnskostnað, bæði fyrir atvinnulífið og einstaklinga, og geta dregið úr eftirspurn og þar með haldið verðbólgunni niðri.

Vladímír Pútín hefur ítrekað reynt að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem efnahagslífið er í en þó bar svo við að á fréttamannafundi rétt fyrir jól viðurkenndi hann að verðbólgan sé í hærri kantinum. Hann reyndi um leið að fullvissa landsmenn um að seðlabankinn og ríkisstjórnin geri allt sem í þeirra valdi stendur til að berja hana niður.

Erlend Bjørtvedt, sem er ráðgjafi hjá greiningarfyrirtækinu Corisk, segir að staða rússneska efnahagslífsins sé mun verri en Rússar vilja sjálfir játa.

„Ný skýrsla frá viðskiptaháskólanum í Stokkhólmi staðfestir það sem við óttuðumst fyrir ári síðan – að rússneskt efnahagslíf sé mjög líklega í frjálsu falli,“ sagði hann í samtali við Norska ríkisútvarpið og bætti við að þetta geti þýtt að Rússland nái þeim punkti að þeir muni eiga í erfiðleikum með að flytja inn vörur, bæði fyrir almenning og í stríðsreksturinn.

„Það er skortur á flutningabílum og bílstjórum. Þá skortir bókstaflega allt,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans