Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna alvarlegs áreksturs tveggja bíla við Fagurhólsmýri í Öræfum. Slysið átti sér stað um klukkan 13.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang slyssins. Samkvæmt frétt mbl.is liggja upplýsingar um slasaða en sex manns voru um borð í báðum bílum.
Uppfært:
Slys á fólki voru ekki alvarleg. Engu að síður voru sex fluttir með þyrlu til aðhlynningar, tveir með áverka. Veginum var lokað um tíma en hefur verið opnaður aftur.