Rútuslys varð skammt frá Þjórsárbrú í dag. Engin slys urðu fólki og ekki þurfti að kalla til viðbragðsaðila utan eins lögreglubíls.
Vísir greindi fyrst frá.
Rútan rann yfir rangan vegarhelming og endaði utan vegar. Rútufyrirtækið kallaði til aðra rútu sem flutti farþegana af vettvangi.
Akstursskilyrði á svæðinu hafa verið slæm. Mjög hvasst og hálka eða slabb á vegum.