Manchester United er talið vera að horfa til Tyrklands í leit að eftirmanni Marcus Rashford sem ku vera á förum frá félaginu.
Rashford hefur gefið út að hann sé í leit að nýrri áskorun og verður líklega látinn fara í janúarglugganum.
Sky Sports greinir frá því að United sé að horfa á sóknarmanninn Victor Osimhen sem leikur með Galatasaray og hefur staðið sig vel í vetur.
Osimhen er samningsbundinn Napoli og er í láni hjá tyrknenska félaginu þar sem hann hefur skorað 12 mörk í 15 leikjum.
Osimhen hefur oft verið orðaður við England en hann er talinn kosta um 75 milljónir evra.