fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. desember 2024 23:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir sjónvarpsáhorfendur upplifðu með óþægilegum hætti vofu Hallbjörns Hjartarsonar sveitasöngvara og dæmds barnaníðings er heimildarmyndin Kúreki norðursins var sýnd á RÚV á jóladagskvöld.

Myndin, sem þykir vönduð, fjallar um sveitasöngvarann Johnny King, öðru nafni Jón Odd Víkingsson. Farið er yfir ævi hans og tónlistarferil. Hallbjörn Hjartarson, sem öðlaðist landsfrægð á sínum tíma fyrir kántrítónlist sína, sem og veitingastaðinn Kántríbæ á Skagaströnd, kemur nokkrum sinnum fyrir í myndinni og eru birt myndskeið af honum frá fyrri tíð. Hallbjörn og Johnny voru vinir og samverkamenn í tónlistinni.

Hallbjörn var fyrir nokkrum árum kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengnum og sakfelldur fyrir brot gegn tveimur þeirra, þar af var annar barnabarn hans. Hlaut Hallbjörn þriggja ára fangelsisdóms í Hæstarétti en þurfti ekki að sitja af sér dóminn vegba heilsuleysis, heldur dvaldist á hjúkrunarheimili. Hallbjörn lést í byrjun september árið 2022.

Vill ekki setjast í dómarasæti

Í myndinni ber Johnny King blak af Hallbirni en greinir í leiðinni frá því að hann hafi orðið fyrir kynferðisbroti í æsku:

„Það eru allir að refsa honum nema kannski ég. Ég er ekki tilbúinn að fara í sama sæti og hinir og dæma hann. Ég þekki manninn, eða ég þekkti hann. Þessi maður, hann á heiður skilinn fyrir margt sem hann gerði og það er synd, í einu orði sagt synd, að allt sem hann byggði upp skyldi hrynja niður svona. Útvarpið hans, Kántríbær, safnið…Maðurinn, það sem hann gerir núna, hann bíður bara eftir því að deyja. Honum er alveg sama hvort hann vaknar á morgun eða ekki, ég veit það, vegna þess að ég veit hvers konar karakter hann er. Maðurinn er orðinn aldraður núna og ég sé ekki ástæðu til að loka hann inni. Ég kem ekki auga á það. Bara því miður. Ég er ekki tilbúinn að setjast í dómarasæti og gera eins og aðrir, að vera að dæma mann sem að í raun og veru á bágt. Og ef þetta er í honum þá á hann bágt vegna þess að allir sem haga sér svona, og ég er ofboðslega á móti þessu,  mér finnst þetta alveg skelfilegir hlutir því ég hef svona reynslu sjálfur sem ég segi þér frá kannski seinna, sem hefur orðið þess valdandi að ég er búinn að vera þunglyndur síðan ég var krakki. Þannig að ég veit alveg nákvæmlega hvað verið er að tala um, ég hef bara ekki komið út úr skápnum og sagt frá minni lífsreynslu af þessu tagi ennþá. En margir hafa verið að koma út og segja frá að hafi verið misnotaðir og svona. Þetta er líka sem ég hef sko. Ellefu ára gamall þá lenti ég í mjög alvarlegri lífseynslu sem ég gleymi aldrei nokkurn tíma og er mjög sterkur þáttur í bæði sjálfsvirðingu minni og mörgu öðru.“

„Þetta er varla sérlega jólaleg dagskrá fyrir þá“

Þessi ræða söngvarans hefur farið fyrir brjóstið á mörgum netverjum ef marka má ummæli á Facebook. Sigríður Jónsdóttir skrifar:

„Sjónvarpsdagskrá RÚV að kvöldi jóladags. Þátturinn fjallar töluvert um gamlan barnaperra, minnist reyndar á glæpi karlsins og dóminn sem hann hlaut en svo kemur gerendameðvirkur vinur hans og toppar dagskrárgerðina. Ég hugsa til þolendenna. Þetta er varla sérlega jólaleg dagskrá fyrir þá.“

Margir taka undir með Sigríði og ein kona segir: „Algjör hryllingur að gera fólki þetta og það um jólin“

Lilja Magnúsdóttir rithöfundur skrifar: „Virkilega ámælisvert á allan hátt.“

Einhverjir koma þó myndinni til varnar og benda á að í henni séu lagðar krefjandi spurningar fyrir Johnny um glæpi Hallbjörns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“