fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. desember 2024 12:00

Trump fer mikinn í aðdraganda valdaskiptanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur farið mikinn síðustu daga og ýjað að mögulegum landvinningum Bandaríkjamanna. Hann byrjaði á því að stríða Kanadamönnum og leggja til að landið myndi ganga í Bandaríkin og verða þar með 51. fylki landsins,

Talsvert meiri alvara var þó á bak við yfirlýsingar Trump rétt fyrir jólin að Bandaríkin ættu að kaupa Grænland og taka yfir Panama-skurðinn. Hugleiðingarnar um Grænland eru bergmál frá fyrri forsetatíð Trumps þar sem hann lýsti yfir sama áhuga. Á dögunum sagði hann að Grænland væri algjörlega nauðsynlegt varðandi þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi heimsbyggðarinnar.

Dönsk yfirvöld, sem og Grænlendingar sjálfir, hafa slegið hugmyndina gjörsamlega út af borðinu en Danir eru þó uggandi og hyggjast setja meira púður í varnir eyjunnar ísilögðu.

Hugmyndir Trumps um Panama-skurðinn eru hins vegar nýjar af nálinni. Í hugleiðingum á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, sagði hann að verið væri að okra á Bandaríkjamönnum varðandi flutninga í gegnum skurðinn og að Kínverjar væru farnir að vera þar afar áhrifamiklir. Varpaði hann því svo fram að mögulega ættu Bandaríkjamenn að taka yfir skurðinn mikilvæga að nýju.

Panama-skurðurinn var byggður af Bandaríkjamönnum og opnaði árið 1914. Bandarísk yfirvöld stýrðu flutningsleiðinni til ársins 1977 þegar skurðurinn var afhentur stjórnvöldum í Panama. Bandaríkin eru helstu notendur flutningsleiðarinnar en Kínverjar eru þar í öðru sæti og hefur notkun þeirra farið ört vaxandi hin síðari ár.

Sonur Trump, Eric, kynnti svo undir málinu með því að birta mynd á samfélagsmiðlinum X þar sem Bandaríkin hafa sett Grænland, Panamaskurðinn og Kanada í vörukörfu í netverslun Amazon.

Sérfræðingar telja ólíklegt að þessar vangaveltur Trump um Panama-skurðinn og Grænland raungerist en segja þær þó gefa vísbendingar um að Trump ætla að láta meira til sín taka á alþjóðasviðinu en á fyrri forsetatíð sinni. Heimbyggðin muni ekki fara varhluta af því.

Trump mun taka við völdum í Bandaríkjum þann 20. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður