Marcus Rashford er andlit janúarmánaðar í dagatali sem Manchester United er með í sölu fyrir næsta ár, þrátt fyrir að framtíð hans sé í lausu lofti.
Það gustar um Rashford þessa dagana en Ruben Amorim, nýr stjóri United, hefur hent honum úr leikmannahópi félagsins undanfarna þrjá leiki og virðist hann engan vegin inni í myndinni.
United er sagt til í að selja Rashford fyrir um 40 milljónir punda. Hann hefur til að mynda verið orðaðir við Barcelona, Paris Saint-Germain og lið í Sádi-Arabíu.
Það breytir því þó ekki að það má sjá kappann á dagatalinu, sem selst vel í þokkabót. Mynd af þessu er hér að neðan.