fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Pressan
Mánudaginn 23. desember 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Sabrinu Limon var fullkomið eða það héldu flestir. Klassíska kjarnafjölskyldan í sólríkri Kaliforníu, útivinnandi hjón með góðar tekjur, ríkt félagslíf og dásamleg börn. Allur pakkinn, gætu sumir sagt.

Þessi ímynd fjölskyldunnar varð þó að engu þann 17. ágúst 2014 þegar eiginmaður Sabrinu, Rob, fannst myrtur. Hann var skotinn til bana og líki hans var hent á lestarteina leiðarkerfisins sem hann starfaði við. Svo virtist sem Rob hefði orðið fyrir barðinu á harðbrjósta ræningjum sem skeyttu engu um líf hans.

Sabrina sat þarna 35 ára eftir sem einstæð ekkja með tvö börn. Hún var niðurbrotin, eða þóttist það í það minnsta fyrst um sinn. Lík Rob var varla kólnað þegar vinir hennar sáu hana flissa yfir ástarbréfi sem hún hafði fengið frá nýjum kunningja, slökkviliðsmanninum Jonathan Hearn, sem var 10 árum yngri en hún.

Á sama tíma runnu tvær grímur á lögreglu. Vettvangur glæpsins olli henni heilabrotum. Ránið og morðið virtist sviðsett.

Fjallað er um borðið í hlaðvarpinu Deadly Mirage þar sem er afhjúpað hvernig ástarþríhyrningur endaði með ósköpum og hvað átti sér stað á bak við tjöldin hjá þessum meintu fullkomnu hjónum, sem reyndust svo hreint ekkert fullkomin.

Rob og Sabrina voru í vinahóp sem kallaði sig Úlfagengið. Þau voru þekkt fyrir að halda partý þar sem áfengið flæddi yfir allt. Vinahópurinn stundaði líka makaskipti. Þessi lífsstíll gekk ekki upp til lengdar. Sabrina fékk nóg og vildi loka hjónabandinu aftur og styrkja kristin gildi fjölskyldunnar með því að verða aftur virk í kirkjustarfi. Makaskiptin voru henni ekki lengur að skapi og um þetta leyti kynntist hún Jonathan.

Hún var ekki með giftingarhringinn á sér þegar hún hitti unga slökkviliðsmanninn. Hann vissi því ekki að hún var gift og fór að gefa henni undir fótinn. Þegar Jonathan komst að hinu sanna var hann orðinn ástafanginn af henni svo hann lét hjónabandið ekki stöðva sig.

Þegar Rob komst að framhjáhaldinu sagði hann konu sinni að loka á viðhaldið og einbeita sér að því að bjarga hjónabandinu. Sabrina lét fyrst undan en það entist bara í nokkra mánuði áður en hún leitaði aftur í faðm Jonathans.

Sabrina vildi sleppa undan eiginmanni sínum en í staðinn fyrir að óska eftir skilnaði taldi hún betra að losa sig alfarið við hann. Jonathan tók vel í þessa hugmynd.

Fyrst datt þeim í hug að eitra fyrir Rob, en á endanum var niðurstaðan sú að Jonathan skaut Rob til bana og sviðsetti misheppnað rán til að leyna glæpnum.

Það sem kom lögreglu á sporið var ábending frá vini Jonathan. Sá greindi frá því að slökkviliðsmaðurinn hefði skilið eftir furðuleg talsskilaboð þar sem hann virtist játa á sig brotið. Lögregla ákvað í kjölfarið að hlera síma þeirra Sabrinu og Jonathan en það skilaði engu þar sem þau ræddu helst bara um guð og biblíuna.

Næst ákvað lögreglan að koma fölskum upplýsingum um rannsóknina í umferð til að sjá hvernig Sabrina myndi bregðast við. Hún hringdi strax í ástmann sinn og þá gat lögregla handtekið þau.

Jonathan neitaði að tjá sig í yfirheyrslum en annað átti við um Sabrinu. Hún ætlaði sér ekki í fangelsi. Hún þóttist koma af fjöllum þegar lögregla viðraði þá kenningu að Jonathan væri morðinginn.

Í hlaðvarpinu er spiluð upptaka af skýrslugjöf hennar þar sem hún segist ekki ná utan um málið. Hún neitar að hafa haldið fram hjá manni sínum enda hjónabandið opið. Hún hafi ekkert með morðið að gera.

Lögregla þurfti að sleppa henni úr haldi þar sem ekki voru næg sönnunargögn til að ákæra hana fyrir hlutdeild að morðinu. Ekki fyrr en Jonathan samþykkti að bera vitni gegn ástkonu sinni í skiptum fyrir vægari refsingu. Jonathan viðurkenndi fyrir dómi að hafa skotið Rob til bana en sagði að Sabrina hefði sannfært hann um að fremja verknaðinn.

Sabrina var sakfelld í október 2017 fyrir morðið á eiginmanni sínum og dæmd í 25 ára fangelsi.

Frétt The DailyMail

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm