fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
EyjanFastir pennar

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Eyjan
Mánudaginn 23. desember 2024 20:00

Nýja ríkisstjórnin eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp í hugann kemur gamalt og gott slagorð frá Bylgjunni sem hljóðaði þannig: MEIRI MÚSIKK – MINNA MAS. Þetta vel heppnaða vígorð var nánast stefnuyfirlýsing frá Bylgjunni til að svara gagnrýni um að þeir sem stýrðu tónlistarþáttum á útvarpsstöðinni ættu að minka röfl og innihaldslítið tal inn á milli laga en láta músikkina hljóma þeim mun meira.

Orðið á götunni er að nú sé komið nóg af upphrópunum, faðmlögum og skemmtilegheitum flokksformannanna þriggja sem hafa myndað nýja ríkisstjórn. Þjóðin tekur stjórninni fagnandi og allir eru komnir í hátíðarskap. En verkefnin bíða og nú er komið að því að vinda sér í vinnu og alvöruna. Ný stjórn tekur við erfiðu verkefni, einkum og sér í lagi hvað varða stöðu ríkisfjármála sem er slæm. Mun verri en fráfarandi ráðherrar létu í veðri vaka fyrir kosningar. Úr fjármálaráðuneytinu hafa þegar borist þær upplýsingar að væntanlegur fjárlagahalli ársins 2025 verði meiri en gefið hafði verið upp og stefni í að verða á annað hundrað milljarðar.

Ný ríkisstjórn hefur kynnt áform sín um að rétta þeim verst settu í þjóðfélaginu hjálparhönd. Það er gott og fallegt en kostar ríkisstjóð mikið. Ekki er þó ætlunin að hækka skatta en þess í stað verður ráðist í að stemma stigu við gegndarlausri útþenslu ríkisbáknsins sem hefur vaxið taumlaust í tíð fyrrverandi vinstri stjórnar. Einnig verða auðlindagjöld hækkuð þar sem leiga af eignum þjóðarinnar verður hækkuð verulega. Það á ekki síst við um veiðileyfagjöld í sjávarútvegi. Með þessu eiga útgjöld ríkisins að lækka og tekjur vegna leiguafnota af eigum ríkisins að aukast. Það mun mæta þeim áformum sem kynnt hafa verið og ætluð eru til að bæta hag hinna verr settu í samfélaginu.

Víst er að hækkun veiðileyfagjalda verður mótmælt harðlega af sægreifum og útsendurum þeirra. Grátkór útgerðarmanna er þekkt fyrirbæri á Íslandi en hefur verið tiltölulega hljóður undanfarin sjö ár á meðan þáverandi ríkisstjórn hélt leigugreiðslum niðri. Nú verður breyting á og þá munu sægreifar setja allar maskínur sínar á fullt til að reyna áfram að koma í veg fyrir sanngjarnar greiðslur fyrir afnot af sjávarauðlindinni sem er sameign þjóðarinnar.

Orðið á götunni er að ný ríkisstjórn þurfi að hefjast handa strax og láta verkin tala í stað yfirlýsinga og orðaflaums. Formaður Flokks fólksins þarf að hemja sig en snúa sér af þeim mun meiri krafti að þeim risastóru verkefnum sem biða úrlausnar í ráðuneytinu. Ef Inga Sæland fer ekki að ganga hægar um gleðinnar dyr gæti farið illa. Að óþörfu.

Verkefni ríkisstjórnarinnar eru risastór og spennandi, mikilvæg fyrir land og þjóð. Nýja stjórnin mun gæta almannahagsmuna í stað sérhagsmuna sægreifanna sem mun mæta áformum nýrrar ríkisstjórnar af mikilli grimmd. Ráðherrar verða því að búa sig undir harðan slag frá upphafi og byrja strax að láta verkin tala í stað yfirlýsinga og orðaflaums.

Stundum eru aðstæður þannig að óhjákvæmilegt er að halda aftur af orðum ef ekki á illa að fara, samanber það sem Alfred E. Newmann sagði: “When you are in deep water it´s a good idea to keep your mouth shut.”

Orðið á götunni óskar lesendum DV og landsmönnum öllum gleðilegra jóla!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
24.11.2024

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
16.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn