Mohamed Salah er að eiga ótrúlegt tímabil með Liverpool og í 3-6 sigri liðsins á Tottenham í gær skráði hann sig á spjöld sögunnar.
Egyptinn skoraði tvö og lagði upp jafnmörg og hefur þar með bæði skorað og lagt upp yfir 10 mörk á sex mismunandi tímabilum í ensku úrvalsdeildinni.
Það hefur engum öðrum tekist og tók Salah þar með fram úr Manchester United goðsögninni Wayne Rooney, sem náði þessu á fimm tímabilum sínum.
Stuðningsmenn Liverpool vilja nú ólmir sjá Egyptann skrifa undir nýjan samning, en sá sem nú er í gildi rennur út eftir leiktíðina.
Það virðist ekki vera að hægast á þessum 32 ára gamla leikmanni.
6 – This is the sixth Premier League season in which Mohamed Salah has both scored and assisted 10+ goals; the most of any player in the competition’s history (overtaking Wayne Rooney’s five). Super. pic.twitter.com/FypJsl1J8N
— OptaJoe (@OptaJoe) December 22, 2024