Það virðist vera nokkur áhugi á Harry Maguire, varnarmanni Manchester United, þessa dagana en nú er hann orðaður við Galatasaray.
Samningur hins 31 árs gamla Maguire rennr út eftir leiktíðina og má hann eftir áramót ræða við félög um að fara frítt til þeirra næsta sumar.
Samkvæmt tyrkneskum miðlum hyggst Galatasaray nýta sér þetta. Í gær var Maguire orðaður við Napoli og taka miðlar í Tyrklandi undir að það sé einnig áhugi frá Ítalíu.
Maguire gekk í raðir United frá Leicester fyrir 80 milljónir punda sumarið 2019. Hann hefur byrjað átta leiki á þessari leiktíð, þar á meðal síðustu tvo leik í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn nýja mannsins Ruben Amorim.