Joao Pedro, sóknarmaður Brighton, er efstur á óskalista Liverpool fyrir næsta sumar samkvæmt miðlinum Football Insider.
Hinn 23 ára gamli Pedro er að eiga flott tímabil með Brighton og er kominn með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar í ellefu leikjum.
Football Insider heldur því fram að Liverpool sé til í að borga 60 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn næsta sumar.
Pedro á að baki einn A-landsleik fyrir hönd Brasilíu en á ferli sínum hefur hann leikið fyrir Watford og brasilíska liðið Fluminense, auk Brighton.