fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 23. desember 2024 20:30

Sá á kvölina sem á völina. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sitja í margra klukkutíma flugi er ekki endilega það skemmtilegasta sem fólk gerir og því dreifa margir flugfarþegar tímanum með því að horfa á bíómynd. En það er ekki sama hvaða bíómynd er fyrir valinu, það þarf að velja vel.

Í grein í bandaríska dagblaðinu New York Times fer greinahöfundurinn Alissa Wilkinson yfir hvað ber að hafa í huga þegar maður velur sér bíómynd til að horfa á í flugi. Svarið er ekki einfalt.

Fyrsta ráðið sem Alissa gefur er að átta sig á möguleikunum strax í byrjun flugs. Jafn vel áður en flugvélin er farin í loftið. Góð flugfélög bjóða upp á gott úrval af bíómyndum og þáttum. Eftir að maður finnur eitthvað sem manni lýst vel á er skynsamlegt að fletta henni upp á vefsíðu eins og Metacritic og sjá hvaða einkunn hún fær og hvað sé sagt um hana.

Þetta þýðir þó ekki að maður þurfi alltaf að velja sér verðlaunaða hágæða ræmu til að horfa á heldur eitthvað sem passar við það skap sem maður er í á þessum tímapunkti.

Þá getur verið sniðugt að finna bíómynd frá því landi eða þeim stað sem ferðinni er heitið. Til þess að komast í rétta gírinn fyrir ævintýrið sem fram undan er.

„Í flugi Icelandair til Íslands fyrir nokkrum árum síðan horfði ég á íslenskar bíómyndir og þætti. Allar gullfallegar og mjög íslenskar. Það voru kindur í mörgum þeirra,“ segir Alissa.

Fólk líklegra til að gráta í flugvél

Fyrir þá sem eru stressaðir í flugi eða flughræddir skiptir valið á bíómynd miklu máli. Ráðleggur hún fólki að halda sér frá myndum á borð við Cast Away og Red Eye. Jafn vel frekar velja létta gamanmynd, ekki Airplane! samt.

Flugfarþegar verði að vera varir um tilfinningar sínar gagnvart öðrum. Fyrir þá sem geta illa haldið niðri í sér hlátrinum séu grínmyndir ekki endilega það besta. Þá bendir Alissa á að fólk grætur frekar yfir sorglegum bíómyndum í flugi en ella.

Þrátt fyrir allar þessar hættur þá ítrekar Alissa að flugferðir séu góður tími til að horfa á bíómyndir og þætti, maður fær frið og getur náð í skottið á sér með efni sem manni langaði alltaf til að sjá. Flugvél sé í raun eins og kvikmyndahús, þar sem upplifunin sé reyndar trufluð nokkrum sinnum vegna ókyrrðar og tilkynningum flugstjóra. Annars er truflunin varla til staðar.

„Sumar af bestu bíómyndum ársins, verðlaunamyndir, skrýtnar og áhugaverðar sögur, myndir frá sjálfstæðum kvikmyndaverum sem rata ekki fyrir þínar sjónir finnast oft í kerfum flugvélanna,“ segir hún að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar