Guðmundur Benediktsson, ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það var að sjálfsögðu rætt um enska boltann í þættinum og til að mynda Chelsea, sem er óvænt í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar undir stjórn Enzo Maresca, sem tók við í sumar.
„Hann er búinn að finna þá leikmenn sem hann vill í þetta. Mér líst vel á hann, virkar á mig sem temmilegur fáviti,“ sagði Guðmundur léttur í bragði.
Maresca hefur gefið lítið fyrir það hingað til að Chelsea sé í titilbaráttu.
„Hann segir enn að það sé ekki séns á að þeir vinni deildina. Þá veistu að hann heldur að þeir geti unnið hana.“
Umræðan í heild er í spilaranum.