Mikel Arteta var í dag spurður út í möguleg leikmannakaup í janúar í ljósi meiðsla Bukayo Saka, sem og Raheem Sterling, næstu vikurnar.
Meiðsli Saka, sem hann varð fyrir í sigrinum á Crystal Palace um helgina, eru mikið högg fyrir Arsenal, enda einn þeirra allra besti leikmaður.
Sterling er í töluvert minna hlutverki en hann spilar einnig stöðu kantmanns og verður frá í nokkurn tíma.
„Markmið mitt núna er að ná því besta fram úr því sem við höfum fyrir,“ sagði Arteta, sppurður út í möguleg leikmannakaup.