Guðmundur Benediktsson, ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það var aðeins rætt um íslenska karlalandsliðið í þættinum, en fáir hafa fylgst betur með því en Guðmundur. Næsta verkefni er undankeppni HM og er hann bjartsýnn.
„Ég er alltaf bjartsýnn og hef mikla trú á þessum leikmönnum sem eru í hópnum og hafa verið undanfarið,“ sagði hann. „Okkur er alltaf tíðrætt um varnarleikinn og hann þarf að vera betri, við þurfum að búa til betra varnarlið.“
Norðmaðurinn Age Hareide hætti sem landsliðsþjálfari á dögunum.
„Age var svolítið óheppinn með það að hann gat eiginlega aldrei stillt upp öllum þeim leikmönnum sem hann hefði viljað hafa í einum og sama leiknum. Það mátti sjá það á varnarlínunni, það voru alltaf miklar breytingar,“ sagði Guðmundur.
Umræðan í heild er í spilaranum.