fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
433Sport

Gummi Ben til í að fella stóra dóminn fyrir jól – „Þetta fer í hausinn á þér“

433
Þriðjudaginn 24. desember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Það var að sjálfsögðu rætt um enska boltann í þættinum og þær hörmungar sem fjórfaldir meistarar Manchester City eru að ganga í gegnum.

„Við erum í desember og ég er eiginlega tilbúinn að segja að þeir vinni ekki deildina. Ég hef spáð þeim sigri í deildinni síðustu sjö ár allt og aldrei skipt um skoðun,“ sagði Guðmundur.

video
play-sharp-fill

Rodri, miðjumaður liðsins, meiddist og hefur það án efa haft mikil áhrif.

„Þeir misstu Rodri, besti leikmaður heims. Rétt áður var Rodri sjálfur að tala um álagið væri ekki mennskt, þetta væri ávísun á meiðsli. Guardiola var að tala um þetta líka. Stundum þegar þú ferð að tala um svona hluti ferðu líka að trúa því að þetta sé bara of mikið álag og þá finnurðu ekki þessa orku sem þarf til að spila í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni og öllum þessum keppnum. Þetta fer í hausinn á þér.

Ég held að það sé ein af ástæðunum fyrir þessu en þær eru fjölmargar.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford
Hide picture