Kylian Mbappe virðist aðeins vera að vakna til lífsins eftir nokkur vonbrigði fyrstu mánuðina með Real Madrid. Hann ætlar sér að koma miklu sterkari inn í nýtt ár.
Mbappe skoraði í sigrinum á Sevilla um helgina í síðasta leik fyrir stutt jólafrí.
„Ég veit að ég á mun meira inni. Ég mun gera allt sem ég get á nýju ári,“ sagði hann eftir leik.
Frakkinn hefur upplifað nokkuð erfiða tíma undanfarið.
„Ég náði ákveðnum lágpunkti í leiknum gegn Bilbao. Það lét mig átta mig á því að ég þarf að gefa allt mitt í þetta,“ sagði hann, en Mbappe klikkaði á víti í þeim leik, sem tapaðist.