Knattspyrnumaðurinn Kyle Walker fær að eyða jólunum með eiginkonu sinni Annie Kilner og börnum þeirra, þrátt fyrir að þau standi í hatrömmum skilnaði.
Kilner sparkaði Walker af heimili þeirra fyrir um ári síðan eftir að hafa komist að því að hann ætti tvö börn með hjákonu sinni, Lauryn Goodman, en áður hafði hún fyrirgefið honum er hann eignaðist fyrra barnið með Goodman.
Walker mun eyða fyrri parti dagsins í dag með fjölskyldunni áður en hann kemur til móts við liðsfélaga sína í Manchester City, en liðið mætir Everton á morgun.
Samkvæmt heimildamanni breska götublaðsins The Sun gefur Kilner grænt ljós á þetta fyrirkomulag barna þeirra vegna, og þar sem hún vill ekki að Walker þurfi að vakna einn á jóladagsmorgun.