fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2024 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Magndís Auðardóttir, lektor við Háskóla Íslands, hefur séð sig tilneydda að benda á óboðlega framkomu eiganda fyrirtækisins Lumex. Eigandinn, Katrín Gunnarsdóttir, hafi undanfarið ár gert það að leik sínum að leggja fyrir þann hluta gagnstéttarinnar, nærri verslun sinni í Skipholtinu, sem er fleyguð svo fólk í hjólastól komist leiðar sinnar.

Auður Magndís greinir frá athæfinu í færslu á Facebook þar sem hún tekur fram að hún hafi reynt að ræða málið við Katrínu sem engu að síður haldi uppteknum hætti, því sé ekki annað fært en að vekja athygli almennings og lögreglu á framkomunni.

Lumex er til húsa í Skipholti 37, í sama húsnæði og Menntavísindasvið Háskóla Íslands er með skrifstofur. Eins fer þar fram kennsla. Auður bendir á að þar sem Katrín leggur bíl sínum fyrir fleyg á gagnstétt komist fólk í hjólastól hvorki inn né út.

„Ég hélt fyrst að þetta væri leti og hugsanaleysi en nú hefur komið í ljós að hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni. Veit ekki hvað annað ég get kallað þetta. Ástæðan skilst mér vera sú að þær 24 vikur á ári sem kennt er í HÍ eru stæði fyrir framan verslunina jafnan upptekin af nemendum. Sem er örugglega pirrandi.“

Katrín hefði getað brugðist við með eðlilegum hætti, til dæmis með því að hafa samband við háskólann og biðja um að póstur yrði sendur á nemendur. Þess í stað ákvað hún að leggja bíl sínum fyrir hjólastólaramp.

„Fatlað starfsfólk og nemendur komast því hvorki inn né út úr skólanum og það hefur ítrekað gerst að fötluð manneskja þarf að bíða úti á bílastæði á meðan útskýrt er fyrir Katrínu að hún þurfi að færa bílinn. Hún hefur aldrei beðist afsökunar á þessu.

Þetta lýsir auðvitað gríðarlegri fyrirlitningu í garð fatlaðs fólks.“

Auður tekur fram að hún hafi reynt að ræða málin við Katrínu, enda hélt hún fyrst að um óviljaverk væri að ræða. Síðast fyrir um viku síðan en þá tók Auður fram að ef Katrín héldi þessu áfram myndi hún vekja athygli annarra á stöðunni.

„Ég sagði henni síðast þegar þetta gerðist sem var í síðustu viku að næst sæi ég mér ekki annað fært en að láta alheiminn (og lögregluna) vita af þessu atferli hennar. Hún heldur samt uppteknum hætti, svo hér erum við og þið megið alveg segja fleirum frá þessu.“

Færsla Auðar hefur vakið hörð viðbrögð. Sérstaklega þar sem með færslunni fylgir mynd af bifreið Katrínar sem sýnir að fullt af venjulegum stæðum voru laus þegar hún viljandi lagði bíl sínum fyrir fleyginn. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Sabine Leskopf, deilir færslunni og segir: „Nei, þetta er nú ekki hægt“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu