fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. desember 2024 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kveðjutónleikar Jólagesta Björgvins voru á laugardaginn, en þetta voru þeir síðustu eftir átján ára göngu. Það mætti segja að þetta hafi verið sögulegur viðburður og var það tilfinningarík stund þegar Björgvin og dóttir hans, söngkonan Svala Björgvins, tóku lagið saman.

Útvarpsmaðurinn Jón Axel Ólafsson skrifaði fallega kveðju til Björgvins á Facebook eftir tónleikana.

„Til hamingju gamli vinur, með tónleikana í gær og til hamingju með að hafa lokað einni flottustu tónleikaröð í sögunni með miklu bravör! Frábærlega gert og sannarlega gert í þínum anda af stakri fagmennsku of dugnaði. Frá því Jólagestir Björgvins urðu til, á Stjörnunni í Sigtúninu, hafa öll jól með einhverjum hætti verið Björgvins jól.

Mig langar til að senda þér kveðju og þakka þér fyrir öll ógleymanlegu jólin sem þú hefur skapað. Í meira en hálfa öld hefur þú snert öll íslensk heimili um jólin og þannig tengt Íslendinga um allan heim saman í sannkallaðri jólaandrá.

Jólalögin þín eru fyrir löngu orðin órjúfanlegur hluti af íslenskum jólum, hvar sem er í heiminum og í framhaldi með tónleikaröðinni Jólagestir Björgvins, náðir þú að skapa hefð sem hefur orðið hluti af íslenskum jólum.

En það sem mig langar mest til að segja er hversu stoltur ég er af þér. Þú ert ótrúlegur listamaður og fagmaður sem hefur gefið af þér á svo margan hátt til okkar allra. Takk fyrir öll jólin sem þú hefur gefið okkur öllum og fyrir þá ógleymanlegu minningar sem jólalögin þín hafa skapað.

Ég hef verið heppin að fá að vinna og veiða með þér í gegnum tíðina og hefur það verið skemmtilegt og ekki síst fræðandi. Ég hlakka til að fylgjast með því sem framtíðin ber í skauti sér fyrir þig – því ef ég þekki þig rétt, þá er alltaf eitthvað stórkostlegt í bígerð.

Með bestu kveðju og innilegu þakklæti.

JAX“

Björgvin svaraði með miklum kærleik. „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur. Takk fyrir samfylgdina og minningarnar okkar,“ sagði hann.

Fleiri hafa skrifað við færsluna og hrósað ástsæla tónlistarmanninum fyrir góða tónleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu