Victor Osimhen og tveir aðrir leikmenn eru orðaðir við Manchester United í spænska miðlinum El Nacional í dag.
Osimhen gekk í raðir Galatasaray í sumar á láni frá Napoli, en hann hafði verið orðaður við stórlið í Evrópu sem og lið í Sádi-Arabíu. Það gekk hins vegar ekki upp þá.
Nígerski framherjinn hefur raðað inn mörkum í Tyrklandi en ákvæði er í lánssamingnum að það megi kaupa hann beint af Napoli á 75 milljónir evra. Gæti hann því farið strax í janúar.
Í El Nacional eru Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona og Tyler Dibling, ungur kantmaður Southampton, orðaðir við United.