Bruno Fernandes grét þegar skipti hans til Tottenham frá Sporting gengu ekki upp árið 2019. Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail.
Samkomulag hafði náðst milli aðila sumarið 2019 en að lokum gat Tottenham ekki gengið að því hvernig Sporting vildi að greiðslum fyrir Portúgalann yrði háttað. Það var því gengið frá viðræðunum.
Varð þetta til þess að Fernandes grét á skrifstofu framkvæmdastjóra Sporting, í kjölfar þess að hann fékk tíðindin.
Aðeins nokkrum mánuðum síðar var Fernandes þó genginn í raðir Manchester United. Hefur hann verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár og ber hann fyrirliðabandið einnig.