fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. desember 2024 10:29

Anna Svava.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og grínistinn Anna Svava Knútsdóttir kom fram í þættinum Bannað að hlæja á Stöð 2.

Það var ekki aðeins fyndin frammistaða hennar sem vakti athygli heldur sló kjóllinn hennar rækilega í gegn hjá áhorfendum sem vildu ólmir vita hvar þeir gætu keypt hann.

Anna Svava sló í gegn í Bannað að hlæja.

Kona leitaði ráða til annarra kvenna í Facebook-hópnum Góða systir:

„Ok sérstök spurning en örvæntingin er hlaupin með mig! Veit [einhver] hvaðan leður/pleður skyrtukjóllinn sem hún var í fæst? Ég missti alveg af þættinum því ég var svo heltekin af þessu dressi. Hún var ekkert smá flott. Afsaka lélegar myndir, erfitt að hitta á rétta augnablikið þar sem sést í þetta […] Alvöru vesen!“

Konan var alls ekki sú eina sem tók eftir kjólnum.

„Ég er líka að missa vitið yfir þessu, hún er sjúklega flott í þessu dressi,“ sagði ein.

„Vá hvað þessi skyrta er flott,“ sagði önnur.

Það vill svo heppilega til að Anna Svava er meðlimur í hópnum og ljóstraði upp hvar hún fékk kjólinn.

„Sko, þetta er svona gervileður kjóll, mjög ódýr en klæðir alla. Við vinkonurnar keyptum hann í Prag og erum allar flottar í honum. Ég skal reyna að finna hann á netinu,“ sagði hún.

Leikkonan fann kjólinn en hann er því miður ekki lengur til sölu. Hann er frá merkinu Reserved.

Kjóllinn er frá merkinu Reserved.

Áhugasamar þurfa þó ekki að örvænta en hún deildi nokkrum svipuðum kjólum með góðum systrum.

Anna Svava birti skjáskot af öðrum kjólum sem koma til greina.
Anna Svava birti skjáskot af öðrum kjólum sem koma til greina.
Anna Svava birti skjáskot af öðrum kjólum sem koma til greina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu