Það var ekki aðeins fyndin frammistaða hennar sem vakti athygli heldur sló kjóllinn hennar rækilega í gegn hjá áhorfendum sem vildu ólmir vita hvar þeir gætu keypt hann.
Kona leitaði ráða til annarra kvenna í Facebook-hópnum Góða systir:
„Ok sérstök spurning en örvæntingin er hlaupin með mig! Veit [einhver] hvaðan leður/pleður skyrtukjóllinn sem hún var í fæst? Ég missti alveg af þættinum því ég var svo heltekin af þessu dressi. Hún var ekkert smá flott. Afsaka lélegar myndir, erfitt að hitta á rétta augnablikið þar sem sést í þetta […] Alvöru vesen!“
Konan var alls ekki sú eina sem tók eftir kjólnum.
„Ég er líka að missa vitið yfir þessu, hún er sjúklega flott í þessu dressi,“ sagði ein.
„Vá hvað þessi skyrta er flott,“ sagði önnur.
Það vill svo heppilega til að Anna Svava er meðlimur í hópnum og ljóstraði upp hvar hún fékk kjólinn.
„Sko, þetta er svona gervileður kjóll, mjög ódýr en klæðir alla. Við vinkonurnar keyptum hann í Prag og erum allar flottar í honum. Ég skal reyna að finna hann á netinu,“ sagði hún.
Leikkonan fann kjólinn en hann er því miður ekki lengur til sölu. Hann er frá merkinu Reserved.
Áhugasamar þurfa þó ekki að örvænta en hún deildi nokkrum svipuðum kjólum með góðum systrum.