Eggert Gunnþór Jónsson mun áfram stýra KFA í 2. deildinni í sumar, samhliða því sem hann spilar með liðinu.
Eggert hefur skrifað undir tveggja ára samning, en hann tók við liðinu um mitt síðasta sumar.
Þá tilkynnir KFA um nýja samninga við fimm uppalda leikmenn.
Tilkynning KFA
KFA hefur samið við Eggert Gunnþór Jónsson um þjálfun meistaraflokks karla næstu 2 árin. Eggert tók við liði KFA í ágúst í sumar. Eggert mun áfram spila með liðinu.
Eggerti til aðstoðar verður Hlynur Bjarnason en hann skrifaði einnig undir 2ja ára samning.
Eftirtaldir 5 uppaldir leikmenn hafa framlengt samninga sína við KFA um 2 ár:
Arnór Grétarsson.
Birkir Ingi Óskarsson.
Geir Ómarsson.
Ólafur Bernharð Hallgrímsson.
Patrekur Aron Grétarsson.