Barcelona er nú líklegasta liðið til að hreppa Marcus Rashford frá Manchester United samkvæmt veðbönkum.
Enskir miðlar nú vekja athygli á þessu, en það þykir nokkuð ljóst að Rashford er á förum frá United fyrr en síðar. Hann er algjörlega úti í kuldanum hjá nýja stjóranum, Ruben Amorim, sem hefur haft hann utan hóps í undanförnum leikjum.
Rashford hefur til að mynda verið orðaður við Paris Saint-Germain og lið í Sádi-Arabíu en nú virðist Barcelona leiða kapphlaupið.
Það er þó ljóst að Rashford þyrfti að taka á sig væna launalækkun til að flytja til Katalóníu, en hann þénar um 350 þúsund pund á viku á Old Trafford.