Hjónin flúðu Sýrland á dögunum eftir að uppreisnarmenn náðu völdum í landinu og fengu hæli í Rússlandi. Fréttamiðlar í Mið-Austurlöndum og Tyrklandi greindu meðal annars frá þessu í gær.
Sjá einnig: Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Asma er fædd og uppalin í Lundúnum og er hugur hennar sagður stefna hennar þangað, samkvæmt sömu heimildum. Asma flutti til Sýrlands árið 2000, sama ár og hún giftist Bashar al-Assad en hún er bæði með breskt og sýrlenskt vegabréf.
Hjónin eiga saman þrjú börn og er fullyrt að Asma vilji að börn þeirra flytji með henni til Lundúna.