fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2024 11:30

Asma og Bashar al-Assad. Mynd: Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Asma al-Assad, eiginkona Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum.

Hjónin flúðu Sýrland á dögunum eftir að uppreisnarmenn náðu völdum í landinu og fengu hæli í Rússlandi. Fréttamiðlar í Mið-Austurlöndum og Tyrklandi greindu meðal annars frá þessu í gær.

Sjá einnig: Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Asma er fædd og uppalin í Lundúnum og er hugur hennar sagður stefna hennar þangað, samkvæmt sömu heimildum. Asma flutti til Sýrlands árið 2000, sama ár og hún giftist Bashar al-Assad en hún er bæði með breskt og sýrlenskt vegabréf.

Hjónin eiga saman þrjú börn og er fullyrt að Asma vilji að börn þeirra flytji með henni til Lundúna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við