Í raun er aðeins einu sinni minnst á íþróttir í stefnuyfirlýsingunni:„Ríkisstjórnin hyggst móta ungmennastefnu og beita sér fyrir jöfnu aðgengi allra barna að íþróttum, listum og frístundastarfi,“ segir þar.
Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, tjáði sig til að mynda um málið um helgina.
„Frábært hvað ný ríkisstjórn gefur íþróttum mikinn gaum. Orðið íþróttir er að finna alveg einu sinni í stefnuyfirlýsingunni. Glæsilegt,“ skrifaði kaldhæðinn Arnar.
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, lagði einnig orð í belg.
„Mikið vona ég að áhugi nýrrar ríkisstjórnar á íþróttum og því sem íþróttahreyfing gerir sé meiri, heldur en kom fram í stefnuyfirlýsingu hennar því þar virðist íþróttahreyfingin varla vera til,“ skrifaði hann og mátti sjá fleiri taka undir með þeim félögum.
Frábært hvað ný ríkisstjórn gefur íþróttum mikinn gaum. Orðið íþróttir er að finna alveg einu sinni í stefnuyfirlýsingunni. Glæsilegt. pic.twitter.com/XWSGexaLuw
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) December 21, 2024
Mikið vona ég að áhugi nýrrar ríkisstjórnar á íþróttum og því sem íþróttahreyfing gerir sé meiri, heldur en kom fram í stefnuyfirlýsingu hennar því þar virðist íþróttahreyfingin varla vera til.
— saevar petursson (@saevarp) December 21, 2024